NORRÆNT BISTRØ

Klambrar bistro er staðsett í einni af einstökustu byggingum íslenskrar byggingarlistar, Kjarvalsstöðum. Tengingin við náttúruna á Klambratúni og listsköpun Jóhannesar S. Kjarvals veitir okkur sterkan innblástur í eldhúsinu.

Borðapantanir
Klambrar Bistrø

Bistrø á Kjarvalsstöðum

Klambrar bistro hefur þá sérstöðu að vera staðsett í miðju listasafni Jóhannesar S. Kjarvals, Kjarvalsstöðum. Heiti staðarins vísar til bæjarins Klambra, sem var staðsettur þar sem listasafnið stendur í dag.

Bóndinn á Klömbrum nýtti meðal annars fjárhúsin til þess að slátra fyrir nágrannana og brátt var eftirspurnin eftir kjöti orðin svo mikil að opnuð var kjötverslun og síðar reykhús. Á bænum var því fullt hús matar og mikið líf og fjör. Það er því vel við hæfi að heiðra sögu bæjarins með því að reka veitingastað með skírskotun í nafn hans.

Maturinn okkar

Fersk hráefni og skandinavísk áhrif

Við leggjum mikla áherslu á fersk og skemmtileg hráefni í okkar matargerð sem er undir skandinavískum áhrifum. Marentza Poulsen er smurbrauðsjómfrú sem hefur rekið Flóruna í Grasagarðinum síðan 1997. Hún lærði hjá Idu Davidsen í Kaupmannahöfn og er fædd í Færeyjum svo að það er stutt að sækja í Norræna matarargerð með nútímalegu snúning á Klambrar Bistrø.

Skandinavísk áhrif

____________________

Skandinvavís matargerð er einstök á sinn hátt og snýst hún um að finna réttu jurtirnar og sem ferskasta hráefnið til matargerðar. Þetta snýst allt um að nálgast hráefnin úr nærumhverfi staðararins til að halda ferskleika.

________________

 

Umhverfið

Kjarvalsstaðir er eitt falegasta listasafn Reykjavíkur og umhverfið þar um kring er dásamlegt. Gróður og leiksvæði fyrir börnin inní miðri borg og hægt að eiga frábæran dag þarna.

_________________

Kruðerí

Við leggjum mikið uppúr kökunum og sætabrauðinu  okkar og bökum allt á staðnum. Kaffið er ekki síður mikilvægt og við trúum því að góður kaffibolli og góð kökusneið geti komið öllum í gott skap

_____________

 

STAÐURINN

Góður matur & fallegt umhverfi

Matseðillinn samanstendur af klassískum og nýjum réttum sem eru í anda skandinavískrar matarhefðar og er unnið úr hráefni sem er að mestu sótt í tún og sveitir landsins. Við höfum matseðilinn einfaldan og breytum honum oft. Við notum árstíðabundið hráefni til að fá mestu gæðin sem í boði eru á hverjum tíma fyrir sig. Við tökum mið af staðsetningu Kjarvalsstaða, beint við hið dásamlega Klambratún og sækjum innblástur í garðinn sem umlykur staðinn.
Opnunartími
Mánudaga – Föstudaga
10:00 – 17:00pm
Laugardaga – Sunnudaga
10:00 – 17:00
Hafðu samband
Endilega sendið okkur skilaboð ef það eru einhverjar spurningar eða hringið í síma +354 4116425 fyrir frekari upplýsingar.